Steinn Steinarr er eitt af mínum uppáhaldsskáldum. Hann lýsir betur líðan minni þessa dagana en ég get sjálf.
Ræfilskvæði
Ég er réttur og sléttur ræfill,
já, ræfill, sem ekkert kann.
Ég hélt þó hér forðum, að guð og gæfan
myndi gera úr mér afbragðs mann.
Ef til vill framsóknarfrömuð,
því fátt er nú göfugra en það,
og ef til vill syngjandi sjálfstæðishetju
með saltfisk í hjartastað.
En allt lýtur drottins lögum,
í lofti, á jörð og í sjó.
Ég eltist og snýst við minn eigin skugga
og öðlast ei stundar ró.
Sem réttur og sléttur ræfill
ég ráfa um stræti og torg,
með hugann fullan af hetjudraumum,
en hjartað lamað af sorg.
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli