fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þegar maður á um tvennt að velja, vont eða verra, hvort velur maður þá? Ef við höfnum þessari MT2 þá lendum við undir gerðardómi sem er með skýrar forsendur í lögum um engar launahækkanir. Ef við samþykkjum þetta þá fáum við að hlusta á að við höfum valið þetta. Grunnskólakennarar eiga ekki að fá neina leiðréttingu á launum sínum. Undarlegt alveg að það sé hægt að dragast aftur úr en engan veginn hægt að komast á fyrri stað. Ef við höfnum þessu verður þá ekki sagt að við höfum valið gerðardóm? Það er náttúrulega ekki hægt að velja það sem er búið að neyða yfir mann með lögum. En eins og málflutningurinn hefur verið þá er von á öllu. Þetta er ömurleg staða.

2 ummæli:

  1. Þú segir bara það sem satt er.

    SvaraEyða
  2. Það er auðvelt fyrir mig að segja þetta, þar sem ég er ekki kennari og þarf ekki að þiggja kennaralaun. En.... Ég vil trúa því að það væri ekki hægt að þvinga mig með hótunum til að samþykkja eitthvað sem ég væri búin að fella áður. Frekar myndi ég gangast undir gerðardóm en að gera það. Ég hefði þá alla vega ekki samþykkt kúgunina með eigin undirskrift.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...