mánudagur, nóvember 15, 2004
Það er vont að vera veik og geta ekki mætt í vinnu. Er að horfa á Ísland í bítið. Mikið rosalega fær Jónína Bjartmars að mala. ,,Bull og kjaftæði. Bull og kjaftæði. Bull og kjaftæði." Það eina merkilega sem hún er að segja frammi fyrir alþjóð er að það stóð aldrei til að semja. Fulltrúar sveitafélaganna nefndu það ekki einu orði að það vantaði fjármuni. Af hverju ekki? Af því að það stóð aldrei nokkurn tíma til að teygja sig einn sentimetra í átt að kröfum kennara. Undarlegt líka að hlusta á það kjaftæði að ,,við vorum bara að skera á hnútinn. Við komum ekkert nálægt þessum samningum." Hvern ertu að reyna að blekkja? Það er lögfest láglaunastefna gagnvart kennurum í þessum lögum. Alþingi getur ekki vikið sér undan ábyrgð. Allur kjaftavaðall heimsins getur ekki firrt þá þeirri ábyrgð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
ég hélt að Jónína væri skárri en þetta #$%@&!
SvaraEyðaHún er nú Framsóknarmanneskja. ;)
SvaraEyðajá, ég meinti nú þrátt fyrir það...
SvaraEyða