Það er samt dálítið fúlt að detta aftur í svona ,,pásu". Þetta er eins og lífið sé einhvern veginn í pásu. Maður er eitthvað að dóla og slæpast en getur ekkert gert af viti því að verkfallið gæti leysts allt í einu. Ég veit t.d. ekki hvort ég ætti að reyna að fá mér vinnu, ég var eiginlega búin að ákveða það fyrir rúmri viku síðan en þá skall allt í einu á frestun. Get ekki flogið út, peningalaus og... Verkfallið gæti allt í einu verið búið. Er gaman að fara hringinn í nóvember? Bíllinn minn er reyndar búinn á því. Gæti náttúrulega fengið einhverja kaupleigu og svo bara den tid den sorg. Nei, ætli það sé ekki bara DVD og þunglyndið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir