þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Það er samt dálítið fúlt að detta aftur í svona ,,pásu". Þetta er eins og lífið sé einhvern veginn í pásu. Maður er eitthvað að dóla og slæpast en getur ekkert gert af viti því að verkfallið gæti leysts allt í einu. Ég veit t.d. ekki hvort ég ætti að reyna að fá mér vinnu, ég var eiginlega búin að ákveða það fyrir rúmri viku síðan en þá skall allt í einu á frestun. Get ekki flogið út, peningalaus og... Verkfallið gæti allt í einu verið búið. Er gaman að fara hringinn í nóvember? Bíllinn minn er reyndar búinn á því. Gæti náttúrulega fengið einhverja kaupleigu og svo bara den tid den sorg. Nei, ætli það sé ekki bara DVD og þunglyndið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...