Fór í fyrsta tímann í kvöld af þremur um Sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn hjá leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Það var fullt út að dyrum, Da Vinci lykillinn greinilega algjör bóla. Nú, það lá náttúrulega ljóst fyrir að námsskeið á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur kennir myndi reyna að leiðrétta hlut kirkjunnar. Ég er þarna til að láta vísa mér veginn í heimildirnar því ég veit ekki hvar ég á að léita. Hins vegar verð ég að segja eins og er að mér fannst presturinn full-hlutdrægur. Fyrsti tíminn fór sem sagt í að staðfesta það að Jesús var ekki giftur. Bara svo það sé alveg á hreinu. Þarf væntanlega ekki að taka fram að fyrst hann var sko bara alls ekki og engan veginn giftur þá gat hann ekki hafa sett stofnun kirkjunnar í hendur konu. Hjúkk itt strákar, þarna rétt sluppum við með skrekkinn. Ég hef samt athugasemdir við rökfærsluna.
Það eru engar heimildir um það að Jesús hafi verið giftur eða hafi átt börn. Ókey, ættum við að skoða fjölmiðla, bækur, heimildir í dag. Er mikið talað um það að karlmenn séu giftir? Nei, það er yfirleitt ekki nefnt. Það er iðulega tekið fram ef konur eru giftar og þá hverjum. Það er líka iðulega tekið fram ef konur eiga börn. Mér er sérstaklega minnisstæð fyrirsögn á þá leið að þriggja barna móðir hefði klifið Everest eða eitthvert fjall. Það er aldrei tekið fram hversu mörg börn karlar eiga sem klífa fjöll. Auk þess held ég að það hafi bara ekkert þótt merkilegt að karlar væri giftir og ættu börn 0-33 þannig að af hverju ætti það að vera eitthvað sérstaklega nefnt? Konur voru/eru skilgreindar út frá tengslum sínum við aðra, ekki karlar. Svo ekki sé talað um að ef kirkjuþingið í Nikeu ákvað að eyða öllum heimildum um það að Jesús hefði verið giftur er þá eitthvað undarlegt að engar heimildir finnist? Voru heimildir það miklar á þessum tíma og við erum að tala um tæplega 2000 ára gamlar heimildir. Það að engar heimildir finnist finnst mér bara ekki sanna neitt.
Þá nefnir hann guðspjall Maríu Magdalenu sem segir ekkert um að þau hafi verið gift, það eina sem það segir er að hann hafi kysst hana á kinnina ef ég man rétt. Það sé ekkert kynferðislegt við kossinn. Ókey, finnst okkur líklegt að eitthvað hot'n'heavy hafi verið sett í guðspjall árið 40? Finnst okkur það líklegt? Ekki mér.
Þá er komið að Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Da Vinci. Jóhannes var yngsti lærisveinninn og sá sem Jesús elskaði, þess vegna var hann alltaf næstur Jesú. Jóhannes var alltaf gerður kvenlegur á öllum málverkum. Er það í alvöru betra að hann hafi verið hommi? Ekki að það sé neitt að því en er í alvöru allt betra en hann hafi verið giftur?
Smá útidúr. Komið hafa upp kennngar um að kynskipti hafi átt sér stað í Njálu. Að Njáll, karl hinn skegglausi hafi í raun verið kona og Bergþóra, stóra brussukerlingin hans hafi verið karlinn. Það sem styður þessa kenningu er t.d. skeggleysi Njáls sem hlýtur að teljast mjög undarlegt og það að þau hjónakor bjuggu á Bergþórshvoli. Er ekki líklegt að bærinn heiti eftir bóndanum? En það gat auðvitað ekki verið sett á skinn að hetjan Gunnar hafi leitað ráða hjá konu. Það hefði verið kempunni til minnkunar.
Þetta nefni ég því er ekki líklegt að fyrst konur voru svona aumt og ömurlegt fyrirbæri í den tid að þær máttu ekki og gátu ekki skipt karlmenn máli að María hafi bara verið breytt svona pent í unglingspilt? Spyr sú sem ekki veit. Presturinn sagði að við mættum senda honum póst með spurningum. Is he in for a treat!
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Þú ert væntanlega að tala um Jósefus sagnritara. Ég er nú kannski ekki alveg jafn sannfærð um að þetta sé allt skáldskapur en ég virði alveg skoðanir annarra. Á hitt má líta að ég er með BA í bókmenntafræði svo ég er sérstaklega menntuð í því að velta mér upp úr skáldskap:)
SvaraEyðaJesús var til, fullt af sönnunum um það, ekki bera hann saman við Þór og Sif, plís! Hins vegar, hvort hann var eingetinn sonur Guðs... humm, tja???
SvaraEyðaBiflían er náttúrlega barn síns tíma, skrifuð af hverjum? jú, karlkyns einstaklingum fyrir tæplega 2000 árum. Býst maður við jafnrétti á þeim vettvangi? Nei. Býst maður við jafnrétti og mannréttindum í ríki sem þykist það besta í heimi árið 2004? Já
Verst það stenst ekki. Erfitt að spá í heiminn!
It's hard to be a nissemand...
Senda prestinum massa af spurninum, endilega! Dauðsé eftir að hafa ekki verið þarna!
hvar þær? segmér!
SvaraEyðaEngan misskilning, ég er ekki að halda því fram að maðurinn hafi verið eitthvað guðlegur/yfirnáttúrulegur á nokkurn hátt, en er nokkuð sannfærð um að hann var til. Einhver hlýtur að hafa startað þessum trúarbrögðum. Hef enga trú á því að guðspjallamennirnir hafi sammælst um að skrifa 4 mjög svipaðar sögur, eða þá að einhver grínistinn hafi samið þær allar, bara upp á djókið, og fólk svo farið að trúa þessu í stórum stíl.
ha bara nokkuð góðar pælingar hér...
SvaraEyða