Oh, damn it! Ég var að reyna að búa til ljóð en ég hef engan rhytma. Ef einhver kann þetta þá má gjarna benda mér á villurnar. Ég veit að það eru bara 5 atkvæði í 2. og 4. línu þriðju vísu. Ákvað bara að það væri í lagi. Það er það kannski ekki?
Draugagangur í sálinni
Upp í eymdarinnar kirkjugarð
eltir draumurinn sjálfan sig.
Rumskar vofa þess sem aldrei varð
og vefur sér utan um mig.
Þá svíða aftur gömlu sárin,
sorgin leikur á hörpu brag.
Nú flæða aftur tregatárin,
taktfast muldra sitt raunalag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.
Í náttmyrkursins vofuveröld
vakna gamlar þrár og kætast.
Höfuðsins draugar dansa í kvöld
draumar sem munu' aldrei rætast.
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli