
Jósefína og litla stærri frænka að kljást fyrir 14 árum síðan. Þær eru jafngamlar og mamma passaði frænku á meðan stóra systir var í skólanum. Stóra systir átti sko Kleópötru mömmu Jósefínu og þær voru óléttar á sama tíma.
Dálítið mikið piparjúnkulegt að tala um kettina sína og systrabörn? Ég var að átta mig á þessu þegar ég skoðaði myndasíðuna mína áðan að ég er orðin alveg týpísk piparjúnka. Kattamyndir og litlu frænkurnar.
Ég og litla systir förum alltaf að hlæja þegar við horfum á Simpsons og Patty og Selma Bouvier birtast á skjánum í Spinster City Apartments. Þetta er alveg framtíðarsýnin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli