Úff, maður gerir lítið annað en að borða þessa dagana. Ég verð með jólaboð á morgun og ætla að elda kalkún í fyrsta skipti á ævinni. Er þetta ekki bara stór kjúklingur? Er að fatta svona ýmis tæknileg vandamál varðandi eldunina núna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Fékk heilan helling af jólagjöfum. Litla frænka lék alveg rosalega á mig. Í fyrra spurði hún hvort mig langaði í trefil. Og ef svo væri þá hvernig trefil. Þá ég fattaði að trefill væri í einum jólapakkanum eins og kom í ljós. Fyrir skömmu spurði hún mig hvort mig langaði í Vinaspilið. Svo var ég í heimsókn og sá glitta í pakka sem var eins og spil í laginu. Ég var auðvitað ofboðslega góð með sjálfa mig og þóttist aldeilis vita hvað leyndist í pakkanum. Kemur ekki bara Popp-punktsspilið í ljós í gærkvöldi! Þá hafði mín lært af mistökunum síðast og ákvað að plata Ástu frænku svona svakalega.
laugardagur, desember 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli