Fórum í kirkjugarðsrúntinn í dag. Settum kransa hjá ömmum og öfum og svo auðvitað pabba. Skelfing líður tíminn hratt. Amma Ásta dó 1980, amma Didda 1988, pabbi og afi Egill 1996 (og Jakob frændi) og afi Ármann 1999. En það er svona, lífið heldur áfram.
Fór með litlu systur í hesthúsið og var eitthvað að dúllast. Ég fer nú meira með svona upp á punt og mér til tilbreytingar. Svo fórum við í jólainnkaupin. Bye, bye, sweet money.
Verst finnst mér að ég er búin að vera með einhverja luðru núna í hálfan mánuð. Ekki nóg til að vera veik en nóg til að mér ,,líði ekki jafn glæsilega og venjulega". Það er samt eins og flensan sé að brjótast út núna. Var orðin slöpp á föstudaginn og svo hefur þetta verið að ágerast. Stíflað nef og hóstakjöltur og svoleiðis. Held ég hafi aldrei lent í svona hæggengri og langvinni pest áður.
Ég er komin í jólafrí enda í algjörri forrétindavinnu á háum launum. Yeah, just eat your heart out and see if I care.
þriðjudagur, desember 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli