Ég bara búin að vera veik núna um helgina. Sem gengur auðvitað ekki þar sem jól eru að ganga í garð svo hitalækkandi og hóstasaft eru búin að halda mér gangandi. Sá á mbl.is að það hefði verið mikil ölvun um helgina svo ég tók sénsinn á að fara í innkaup í trausti þess að margir lægju heima í þynnku. Ég virðist hafa veðjað þokkalega rétt því það var ekki brjáluð traffík og ég fékk bara pínulítið pirringskast sem ég sá strax eftir. Er að reyna að vinna í þessu. Alltaf að reyna að þroskast... dahhh.
Sniðugt að sjá á bloggrúntinum að það eru allir á kafi jólaundirbúningi. Lítið bloggað og færri heimsóknir. Það er bara eins og það á að vera.
sunnudagur, desember 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Enginn jólaundirbúningur hér. Bara lærdómur og jú, smá þynnka um helgina. ;)
SvaraEyða