Eftir að hafa langað til þess lengi lét ég það eftir mér að fara í BT í gær og kaupa sjónvarpið mitt, (löngu búin að finna það, sko) og leikstjóraútgáfuna af Hringadróttinssögu. (Skítt með skuldina við Fræðslumiðstöð, den tid, den sorg). Sjónvarpið mitt var því miður uppselt í búðinni en ný sending á lagernum svo ég gat fengið það daginn eftir. Þar sem ég þarf hjálp við að bera það vil ég fá það sent. Ungi maðurinn sem afgreiddi mig sagði þá að þar sem ég þyrfti að bíða þá fengi ég sendinguna ókeypis. Ókey, very nice. Svo fór hann með mér á kassann til að borga og þá sá hann ég ég hélt á löngu útgáfunni í stykkjatali og spurði hvort ég vildi ekki kassann. Ég hafði bara ekki fattað það og þá sagði hann að kassinn væri nákvæmlega sama útgáfan og sama settið bara í öskju og 2-3 þúsund kalli ódýrari. Svo fór hann og sótti fyrir mig kassa. Þetta finnst mér alveg klassaþjónusta og afsakplega kurteis og elskulegur ungur maður og BT til sóma.

Ummæli

  1. kúl, kúl, überkúl :-)

    góða skemmtun! margbúin að horfa á pakkann allan saman, þó ég eigi eftir samhangandi heimabíó. Oh maan!

    SvaraEyða
  2. Sjónvarpið kom í gær og ég er búin að tengja í græjurnar. Heaven, I'm in heaven!

    SvaraEyða
  3. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir