Ég lenti í því óláni að leggja mig í dag. (Hey, come on! Ef Árni Nonsense getur lent í því óláni að stela almenningsfé og einhver hárgreiðslugaur getur lent í því að halda fram hjá þá hlýt ég líka að geta lent í hlutum!) Sem ég skil ekki alveg því ég svaf ekkert voða lítið í nótt. Svaf kannski ekki alveg nóg en ekkert of lítið. Getur verið að það sé einhver janúardeyfð yfir manni? Annars er ég eiturhress í vinnunni. Ég er sem sagt ánægð í vinnunni. Ég hef tekið þá ákvörðun (eins og ég hef áður sagt, I know, ég er kennari, við höfum tilhneigingu til að endurtaka okkur) að halda áfram að vinna og fara aðra rússíbanaferð. Sumsé að taka að mér nýjan bekk og sennilega fylgja honum í gegn. Það passar ágætlega að hætta þá, þá lendi ég ekki í næsta verkfalli. Svo gæti ég dottið niður á einhverja frábæra vinnu einhvers staðar. Það kemur bara í ljós.
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli