Snotra er búin að jafna sig að mestu. Þegar ég kom í heimsókn í dag þá límdi hún sig á andlitið á mér en þar vill hún helst vera.
Þetta er auðvitað voða kósý nema af því að ég er með kattaofnæmi. Heldur vægt sem betur fer en þetta er stundum fullmikið af hinu góða. Greyið litla.
Vinkona mín átti Snotru en svo fluttu þau og þá gat kötturinn ekki farið með. Snotra hafði hins vegar tekið þann pól í hæðina löngu áður að ég væri mamma hennar og lá utan í mér alltaf þegar ég kom í heimsókn. M.a.s. þegar hún var kettlingafull þá gaut hún við hliðina á mér í sófanum. Þannig að ég gat ekki hugsað mér að láta svæfa hana (finally somebody that loves me!) heldur tók hana að mér og lét taka úr sambandi og eyrnamerkja og ætlaði að gefa hana. Nóg er nú af köttunum í Reykjavík svo það vildi hana enginn, sem betur fer, því ég tímdi auðvitað ekkert að láta hana. En þar sem hún er útiköttur og gat ekki farið út hjá mér þá leiddist henni mikið. Auk þess var ég lítið heima sem bætti ekki úr skák. Þannig að þegar ég var heima þá lá hún límd utan í mér og svaf ofan á bringunni á mér á næturna. Sem var hreint ekki gott fyrir ofnæmið.
Þannig að ég laumaði henni inn hjá mömmu, litlu systur og Jósefínu. Þá kom nú upp úr dúrnum að Snotra er ekki jafnmikill útiköttur og ég hélt, það er bara nauðsynlegt að eiga möguleika á því að komast út. Hún fer oft bara út á svalir og veltir sér og svo inn aftur. Á þessum tíma var Jósefínu haldið inni, (ég man ekki alveg af hverju það var?) svo hún varð ægilega ánægð að fá félagsskap. Mín var hins vegar eitthvað taugaveikluð og ekki mjög social svo sambandið var stirt. Þær eru reyndar að vingast núna eftir 5 ára sambúð.
Ókey, þetta er orðið lengra en ég ætlaði. Segi eflaust fleiri kattasögur á næstu dögum.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Hlakka til að heyra fleiri kisusögur. Ég var ekki mjög hrifin af köttum sjálf, þar til við fengum okkur kisu. Núna væri lífið heldur litlaust án hennar.
SvaraEyða