Fyrir 8 árum þegar ég var að kaupa íbúðina mína þá voru leigjendur í henni sem sýndu hana. Það var nú flestallt ágætt við íbúðina. Nema kannski það að stúlkan hinum megin við vegginn (í hinum stigagangnum) átti karókí-græju og söng talsvert. Þetta var svo sem ekkert ægilega ferlegt en maðurinn vann á næturvöktum og stúlkan hélt fyrir honum vöku dagana sem hann þurfti að sofa.
Hún hefur ekki ónáðað mig neitt sérstaklega í gegnum árin en óneitanlega hef ég stundum tjúnað græjurnar mínar á móti henni þegar ég er búin að fá leið á söngnum. Sérstaklega þegar sama lagið er sungið aftur og aftur. Í gær var þessi stúlka kosin Idol-stjarna Íslands. Well, who would have thought.
laugardagur, mars 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli