mánudagur, mars 07, 2005
Það kom upp umræða um feminisma á vinnustað vorum í dag. Þar sem ég er yfirlýstur feminismi þá voru karlarnir að sjálfsögðu að reyna að velgja mér undir uggum. Samstarfskona mín ein tók fullan þátt í þessu og spurði þá hvað þeir legðu fram til húsverka á sínum heimilum. Spannst þá mikil umræða um alla þessa miklu vinnu sem fylgir bíl heimilisins. A-ha. Í tilefni þess þá ákvað ég að þrífa bílinn þar sem hann var orðinn vel skítugur og ekkert karlmenni til staðar á mínu heimili til að sjá um þetta mikla verk. Ég rúllaði auðvitað sem leiðlá í Þvott og bón í Borgartúninu. Þar var heillöng biðröð. Og þetta er btw. í annað skipti serm ég reyni að fara þangað en sný frá vegna alltof langrar raðar. Það er se sagt svona sem karlmennin sinna sínum hluta heimilisstarfanna. Svo ég sá þann kost vænstan í stöðunni að rúlla á bensínstöð, kaupa tjöruhreinsi og fara svo á þvottaplanið. Ég segi ekki að bíllinn sé alveg spic and span en hef fulla trú á því að æfingin skapi meistarann. Nú, eða reyni að ná mér í mann...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli