Fyrst ég fór að segja frá honum pabba mínum þá langar mig að segja eins sögu til sem snýr kannski meira að afa og ömmu.
Afi og amma fluttu fyrst til Akureyrar þar sem afi vann hjá sýslumanni. En svo fékk afi útibússtjórastöðu á Siglufirði svo fjölskyldan flutti þangað. Þeir bræður voru ungir menn þegar síldarævintýrið var í algleymi og tóku þátt í því. Hér er mynd af pabba á planinu.
(Mér er alveg sama hvað OV segir, þetta er hann!)
Ég skannaði þessa mynd eitthvað illa inn svo ef einhver hefur áhuga þá er hún í betri gæðum hér..
Pabbi talaði oft um síldarárin og sagði okkur með annars það að þegar þeir fóru á morgnana þá beið eftir hvorum sex samlokur og tveir Camel pakkar. Og þegar þeir komu heim á kvöldin þá beið eftir þeim sitthvort mjólkurglasið og konfektmolinn.
sunnudagur, mars 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli