sunnudagur, apríl 24, 2005

Það er búið að vera ósköp ljúft veður í dag þótt það sé enn þá dálítið gluggaveður. Mér tókst að vísu ekki að nýta daginn neitt gáfulega heldur sofnaði um miðjan dag og svaf í þrjá klukkutíma! Er nú ekki alveg að fatta það en ég hlýt bara að hafa verið þreytt. Ég eyði alla vega almennt ekkert ofboðslega miklum tíma í svefn.
Fyrsti grillmatur sumarsins rann mjög ljúflega niður og er ég alveg hæstánægð með að grillseason sé runnið upp.
Vil koma því á framfæri að ég er hundóánægð með þennan nýja páfa. Vona að það sé rétt sem einhverjir halda fram að hann eigi bara að vera svona pása áður en umbótapáfi verður kosinn.
Að endingu þá höfum við nokkrar tekið okkur saman og ákveðið að fara í megrun. Samanlagt vegum við 343 kíló og viljum missa 91 kíló. Ég fann nefnilega svona megrunarblogg og linkaði á eitt. Þetta er greinilega hægt svo nú ætla ég að fara í megrun með samstarfi og stuðningi annarra. Ætla að athuga hvort ég geti sett upp svona línu svo lesendur geti fylgst með þessu æsispennandi máli. (Og ég geti notað sem svipu á mig.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...