Þegar ég var á næturvöktum á geðdeildinni forðum daga þá fengum við reglulega mannréttindayfirlýsingar frá skjólstæðingum. Þær fjölluðu um hitt og þetta en aðalmálið var samt alltaf hið skelfilega mannréttindabrot að leyfa sjúklingum ekki að reykja á næturna. Ástæður þess eru ýmsar en sú þó helst að það er bannað að reykja í opinberum byggingum. Næturvaktin er alltaf fáliðuð og enginn til að fylgja fólki út. En þar fyrir utan þá er svefn eitt besta meðalið og ef fólk t.d. í maníu fær ekki að reykja þá er hálf-fúlt að mega það ekki og lítil ástæða til að vaka. Ég man eftir einni konu sem var að leggjast inn og fannst þetta ægilegt því hún vaknaði upp á næturna til að reykja. Svo kom það nú upp úr dúrnum að fyrst þessi möguleiki var ekki fyrir hendi þa svaf hún eins og steinn út nóttina. Tilgangurinn var ekki ræða reykingar á stofnunum heldur öll þessi mannréttindamnefesto sem við fengum. Fyrst til byrja með les maður þetta spjaldanna á milli svo fórum við vaktararnir að ræða að við ættum nú bara hreinlega að fá borgað sérstaklega fyrir að lesa þetta.
Mér varð hugsað til þessa í dag en grunnskólanemendur eiga það til að detta í mikla mannréttindabaráttu og fjalla ítarlega um það sem kennarar hafa ekki rétt til að gera eða segja og hvaða rétt þeir hafa til að gera og segja hvaðeina sem þeim sýnist. En þegar upp er staðist þá snýst þessi mannréttindasbarátta þeirra aðallega um það að fá að tala og trufla sem mest í tímum. Mér er það samt fullkomlega ljóst að þetta verður stundum að gerast. Börn verða að máta sig við mótmælin líka. Mér fannst þetta bara dálítið fyndið.

Ég er að pæla.

Ummæli

  1. Það er endalaust til af klausum um réttindi barna, ég man að þegar til stóð að undirrita barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna voru margir (sérstaklega kennarar) ekki alveg sáttir við hann. Þar voru nefnilega endalaus réttindi barna (sem er gott) en hvergi minnst á skyldur. Og réttindum fylgja alltaf skyldur.

    það eru bara svo margir, ekki bara börn, sem átta sig ekki á því...

    SvaraEyða
  2. ég þrumaði einu sinni: ÞEGIÐU við einn orminn, krakkarnir urðu alveg paff. Spurðu hvort kennari mætti segja svona. Ég sagði bara já ;-)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir