Þetta er nú meiri dásemdardagurinn. Yndislegt veður og arkað upp í sveit. Fjórar kerlingar, tvö ungmenni, tvö börn, þrír hestar og hundur. Svo grill og ostakaka. Þetta er yndislegt líf.
Við þennan fréttaflutning af skemmtanahaldi ungmenna í Garðabæ þá mundi ég eftir sögu sem samstarfskona mín sagði mér í fyrra. Mér hefur verið sagt frá þessari samansöfnun áður og mér varð hugsað til foreldranna og hvar þeir væru. En alla vega, sagan er þannig að samstarfskona mín á tvo drengi sem eru orðnir ungir menn núna. Þegar yngri drengurinn var unglingur þá var það alveg á hreinu hvenær hann ætti að koma heim og mamman vakti eftir honum. Svo í eitt skiptið að hann kom ekki á réttum tíma. Mömmuna grunaði hvar hann væri og keyrði á staðinn en sótti samt ekki strákinn heldur svona keyrði fram hjá svo hann sæi hana. Svo fór hún bara aftur heim. Hvern hitti hún þar annan en drenginn.
sunnudagur, maí 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli