Það er tilfellið að maður bloggar minna þegar mest er um að vera.
Ég fór á miðvikudaginn með 10. bekknum í próflokaferð. Hún var kannski ekki alveg jafn vegleg og undanfarin ár en mér fannst mjög gaman.
Í gær hélt Brúarskóli tónleika og bauð nokkrum skólum, þ.m.t. okkar. Enn ein sólin spilaði og náði upp svaka stemmningu. Þeir eru orðnir alveg rosalega flinkir strákarnir. Mér skilst að það sé hægt að finna lög með þeim á rokk.is, ég þarf að athuga það. Þetta var alveg frábært framtak hjá Brúarskóla og rosalega skemmtilegt. Meira svona!
Á sumrin geng ég yfirleitt um með derhúfu og það er ekki bara vegna þess að það sé svo ógeðslega kúl:) Nei, ég fékk nefnilega einu sinni sólsting og það er sá alversti höfuðverkur sem ég hef fengið. Svo gleymdi ég húfunni og gær og er búin að vera með höfuðverk síðan, damn!
Ég og litla stærri frænka skelltum okkur á málþing í gær sem var haldið í tilefni þess að konur hafa haft kosningarétt í 90 ár. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Frænka kvaddi sér hljóðs og kom með innlegg í umræðuna. Hún er ekki orðin 15 þótt hún sé að klára 10. bekk. Svo kom fólk til hennar og var að hrósa henni og leggja til málanna. Mig langar alveg rosalega til að namedroppa en ég er að reyna að halda plebbanum í mér í skefjum. Hörkustelpa alveg.
Áður en við fórum heim komum við við í Bóksölu stúdenta og hittum á lokadag útsölu. 70% afsláttur af öllum útsölubókum. Ég var alveg að missa mig. Fékk fullan poka af bókum fyrir ca. 5.500,- Heaven, I'm in heaven. Ég fann eina sem heitir Gender Gaps- Where Schools Still Fail Our Children sem ég vona að komi að málinu frá báðum hliðum þótt hún sé sjálfstætt framhald af How Schools Shortchange Girls sem ég keypti vissulega líka. Þá keypti ég líka Mouse Morality sem fjallar um siðferðisboðskap í Disney myndum. Ég hef ofboðslega gaman af Disney myndum.
Ég nenni ekki á þessa ráðstefnu hjá VinstriöGrænum um rétt barna til feðra sinna þótt málefnið sé vissulega þarft og þingið mjög áhugavert. Það væri frekar að fólkið hinum megin við víglínuna þyrfti að fara.
laugardagur, maí 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli