Ég er í sumarfríi svo ég brá mér í heimsókn í morgunsárið og horfði á Oprhu þáttinn á Stöð 2. Queen Latifah var í heimsókn og Oprah spyr hana, meira samt í framhjáhlaupi en það hafi verið eitthvert umræðuefni, hvað hún sé gömul. 35 ára svarar hún. Þá segir Oprah að það sé ekki fyrr en um 32 ára aldurinn sem konur fari að vera ánægðar með sig og líða vel og um 35 ára aldurinn séu þær orðnar verulega sáttar og svo verði það bara betra. Ég held að þetta sé rétt hjá henni, ég fór alla vega að verða miklu sáttari við lífið og tilveruna og sjálfa mig þegar ég var 32 ára. Núna þegar ég er 35 er allt í himnalagi.
Mér leiðist þessi endalausa æskudýrkun. Fólk getur verið mjög myndarlegt fram eftir aldri og mér finnst asnalegt að miða ,,fegurð" og ,,gott útlit" við hrukkuleysi og ógránað hár. Það er ægilegt hrós ef einhver segir að maður sé ,,unglegur." Þetta er bara asnalegt. Sérstaklega vegna þess að unga fólkið sem hefur æskuna og allt þetta góða útlit og æðislegheit sem fylgja henni líður yfirleitt ekkert alltof vel inni í sér. Ég held að samfélagið sé svo heilaþvegið af æskudýrkun að maður heldur að ef fólk sé ungt þá hljóti því að líða vel og svo er hamrað á eldra fólkinu sem líður vel að því eigi að líða illa af því að það er komið með hrukku og grátt hár. Stupid.
þriðjudagur, júlí 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli