mánudagur, júlí 11, 2005

Talaði við heimilislækninn minn í dag sem er ekki í frásögur færandi. Nema hvað að ég verð alltaf eins og imbasíl þegar ég tala við hann. Var að velta fyrir mér hvernig stæði á þessu og kemst að eftirfarnadi niðurstöðu: Hann var heimilislæknirinn hans pabba og er búinn að vera heimilislæknirinn minn frá því að ég var krakki. Ég held að ég hrynji alltaf í 11 ára aldurinn þegar ég tala við hann. Svo ég fór að velta fyrir mér hvort þetta væri tilfellið gagnvart fólki sem hefur þekkt mann frá því að maður var krakki. Held samt að þetta eigi ekki við gagnvart fólki sem maður umgengst reglulega. Nánir vinir og ætiingjar eru ekki vandamál. Held frekar að þetta dúkki upp gagnvart fólki sem maður hittir minna. Eins og þegar maður fer á reunion og dettur í far sem maður man ekkert eftir dags daglega.
Svo þurfti ég að fara og sækja lyfseðilinn minn (don't ask). Af því ég sótti hann sjálf þá þurfti ég að borga 700 krónur! Fyrst hélt afgreiðslustúlkan að ég væri að sækja fyrir einhvern annan og ætlaði ekkert að rukka. Ég fatta þetta ekki alveg, ef seðillinn er símsendur þá þarf ég ekkert að borga, ef ég sendi einhvern annan til að sækja hann fyrir mig þá þarf ekkert að borga en ef ég sæki hann sjálf þá þarf að borga! What!
Þegar ég ætlaði svo að sækja lyfin í apótekið þarna í Domus Medica þá var lokað tímabundið. Það hafði nefnilega verið framið rán. Úllala. Ég hef sko alveg örugglega verið næstum í hættu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...