Sunnudagskvöld og allt meinhægt. Lítið í sjónvarpinu eins og venjulega. Dró bara upp Tribute tónleikana um Freddie Mercury og læt þá malla undir. Queen rúlar.
Gaman að heyra aðra syngja lögin en segir manni samt að Freddie var hörku söngvari. Það eru alls ekki allir sem ná að skila lögunum. Nema George Michael vinur minn, hann er miklu betri söngvari en margir vilja vera láta:)
Er að fatta að mér urðu á mistök að missa af Live 8 tónleikunum. Fullt af gömlum stjörnum sem komu fram. M.a.s. bönd sem ég hélt að væru búin að pakka saman. Eins og t.d. Pink Floyd og Guns'n'Roses*. Ég hafði kveikt á endursýningunni en svo fór ég til mæðgnanna og ég fæ ekki að ráða sjónvarpinu þar. Oh, well.
It's the terror of knowing
What this world is about
Watching some good friends
Screaming, let me out!...
*Update. Heyri það núna að útgáfa Elton John og Guns'n'Roses á Bohemian Rhapsody sem er merkt Live 8 á LimeWire er atriðið sem þeir tóku á Tribute tónleikunum. Er til of mikils mælst að fólk merki hlutina rétt í þessum steliforritum!
sunnudagur, júlí 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli