mánudagur, október 31, 2005
Fékk mér flensusprautu í dag þótt ég hefði ekki ætlað að gera það næstu 25 árin. lenti m.a.s. í deilum við einn gamlan besserwisser nýverið út af flensusprautum, urraði á hann og gaf honum the evil eye og allan pakkann. Svo frétti ég að þótt það séu allar líkur a að ég standi af mér flensu og allar líkur á að ég standi af mér stökkbreytta fuglaflensu þá er ekki víst að ég standist double attack. Svo ég mætti eins og aumingi á Heilsugæsluna, í þriðja skipti á örstuttum tíma, og lét sprauta mig. Sem betur fer hitti ég ekki karlinn og ætla að steinhalda kjafti um sprautuna. Sem er reyndar mjög erfitt því ég segi yfirleitt öllum allt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli