mánudagur, október 31, 2005

Fékk mér flensusprautu í dag þótt ég hefði ekki ætlað að gera það næstu 25 árin. lenti m.a.s. í deilum við einn gamlan besserwisser nýverið út af flensusprautum, urraði á hann og gaf honum the evil eye og allan pakkann. Svo frétti ég að þótt það séu allar líkur a að ég standi af mér flensu og allar líkur á að ég standi af mér stökkbreytta fuglaflensu þá er ekki víst að ég standist double attack. Svo ég mætti eins og aumingi á Heilsugæsluna, í þriðja skipti á örstuttum tíma, og lét sprauta mig. Sem betur fer hitti ég ekki karlinn og ætla að steinhalda kjafti um sprautuna. Sem er reyndar mjög erfitt því ég segi yfirleitt öllum allt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli