Guð minn góður, þvílíkir dagar.
Í gær fékk ég staðfest það sem mér hafði verið sagt en ekki trúað. Get því miður ekki rætt það nánar. Ég reiddist mikið og þegar ég reiðist þá reyni ég að halda kjafti svo ég segi ekki eitthvað sem ég vil ekki segja og meina í rauninni ekki. Ég er ekki að segja að reiðin sé skynsamleg eða þroskuð viðbrögð, en eftir stendur samt að ég reiddist. Ég veit það sjálf að þegar einhver er reiður þá er ekki rétti tímapunkturinn að ræða við hann, sérstaklega ekki þegar maður er ekki sammála viðkomandi. Ákveðnum einstaklingi fannst hins vegar fullkomlega eðlilegt að ræða við mig um málið akkúrat á meðan þrumuskýið var blússandi yfir hausnum á mér. Var reyndar sammála mér fyrst, en svo ósammála, svo aftur sammála, svo ósammála... Í alvöru, ekki það sem mig vantar.
Svo svaf ég á þessu og reiðin pústaði út um eyrun á mér og ég bara nokkuð ánægð í morgun. Ekkert hoppandi af gleði enda varð ég fyrir miklum vonbrigðum en var öll að koma til. Þá þarf þessi einstaklingur að byrja að ræða við mig aftur. Sammála og ósammála út og suður. Svo klikkir hann út með því að það sé svo slæmt að ég sé svona ósátt, það sé svo óþægilegt fyrir hann og alla hina. Honum finnst eins og ég sé að kenna þeim um þetta. Æ, aumingja þið.
Í fyrsta lagi þá er þetta þeim að kenna. Þetta er ákvörðun sem að þau tóku. Í öðru lagi þá finnst mér ákvörðunin mjög ósanngjörn. Ástæðurnar fyrir ákvörðuninni byggjast á ósætti einstaklinga en ekki merkilegum rökum. Í þriðja lagi þá hef ég fullan rétt á skoðun minni og tilfinningum. Jú, jú, ég var ógeðslega fúl, en ég var ekkert að traktera fólk á mínu fúllyndi, ég hélt mér fyrir mig á meðan þetta var að ganga yfir. Ég bara varð að vera á staðnum. Svo finnst mér bara gjörsamlega fáránlegt þegar ég er fúl og reið að ég eigi að ganga um með brosandi grímu og þykjast vera eitthvað annað en ég er af því að öðru fólki finnst það óþægilegt. Og það af öllu fólkinu sem tók þessa ósanngjörnu ákvörðun sem bitnar á þeim sem síst skyldi.
Segi frá viðskiptum mínum við Og Vodafone seinna.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli