Það er farið að slá svo í mig að ég stóð mig engan veginn á veiðunum í gær. Kvenfélagskonur mættu klukkan sex, sumar fyrr held ég, og við vorum að til eitt um nóttina. Ég var svo upptekin af því að koma vel fyrir í Kvenfélaginu að karlpeningurinn sat alveg á hakanum. Ég var að vísu látin vera ,,á hlaupum" þ.e. að fylla á hlaðborðið svo ég var mikið í salnum. Gat þ.a.l. gjóað augum í allar áttir. Treysti því auðvitað að ég hafi sést líka svo tilvera mín ætti nú að fara að berast um sveitir. Klukkan eitt þegar ég hefði getað farið að dansa þá var ég bara orðin ,,þreytt, slæpt með verk í baki" og vildi bara fara heim að sofa. Dansaði samt einn dans við einhleypan karlmann. Ég reyndi, ég vil að það sé fært til bókar!
Umsjónamaður Ýdala bauð mér að vera á barnum næstu helgi í afmælisveislu sem þá verður haldin. Ég þáði það vissulega.
sunnudagur, október 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Svekkjandi,mar.
SvaraEyðaGengur bara betur næst; )