Einhverra hluta vegna kom til tals viðgerðin á bílnum inni í bekk. (Já, ég veit. Ég kjafta bara og kjafta.) Við erum að tala um samsæri borgarinnar, bifvélavirkja og tryggingarfélaga þegar skiltið réðst á mig algjörlega óforvarandis. Ég verð enn þá reið þegar ég hugsa um það og missti mig í tímanum.* Alla vega, skiltið. Systir mín keyrir reglulega um þessi gatnamót og segir mér að margoft hafi verið keyrt á skiltið eftir að ég varð fyrir barðinu á því. Nú er svo komið að það er búið að setja algjört mini-skilti og það er samt búið að keyra á það! Ég lít þannig á að ógagnið með þessu skilti hafi verið meira en gagnið og að borgaryfirvöld eða vegagerðin eða hvaða glæpasamtök sem það voru sem settu þessa gildru hafi get það að illa grunduðu máli og/eða algjörum kvikindisskap sbr. áðurnefnt samsæri. Því hef ég hugsað mér að höfða mál á hendur þessu fólki og krefjast endurgreiðslu viðgerðarkostnaðar og svo multimilljón króna miskabóta vegna andlegs álags.
*Ýkjur eru stundum ástundaðar til áherslu.
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli