mánudagur, október 31, 2005

Öll sveitin er komin í það að finna handa mér mann og þ.á.m. nemendur mínir. Það eru allir sammála um eitt stykki fjárbónda hér í sveit en vandamálið er að koma á hittingi. Einn nemandinn er búinn að segja honum frá mér og hann sagði að við yrðum bara að hittast. A-ha! Nú, það var búið að lýsa manninum lítillega fyrir mér og ég skimaði eftir honum á laugardagskvöldið á tjeneste-pige hlaupunum en sá engan sem passaði við lýsinguna. Komst að þeirri niðurstöðu að hann væri bara ekkert í kórnum o.þ.l. ekki á staðnum. Í dag spyr svo nemandinn hvort ég hafi ekki hitt fjárbóndann á ballinu! Hvað! Eftir að hafa skeggrætt þetta fram og til baka komumst við að þeirri niðurstöðu, ég og bekkurinn, að hann hlyti að hafa séð mig og falið sig! Það var nefnilega ekki hægt að komast hjá því að sjá mig, ég var á hlaupum og tróðst villivekk að hlaðborðinu til að fylla á. Ég er talsvert sorrí, svekkt og sár yfir þessu því þótt ég sé skass þá ber ég það nú ekki utan á mér. Og ég er ekkert líkamlega fráhrindandi, alla vega ekki eftir að ég losnaði við vírusútrotin.

3 ummæli:

  1. Nokkrir möguleikar:
    Hann er rola, þú ekki nógu kindarleg, ekki nógu feitmjóhálágljóshærðdökkhærðrauðhærð til að standast samanburð við prinsessu drauma hans... ég myndi nú ekki gefa hann alveg upp á bátinn, þú verður alla vega að skoða hann fyrst.

    SvaraEyða
  2. Það stendur til að finna mynd af manninum svo ég viti að hverjum ég á að leita og spjalla við.
    Hins vegar er hann unglamb og ég er búin að koma auga á rollukjöt sem ég beini þá bara athyglinni að:)

    SvaraEyða
  3. Kannski varð hann bara feiminn...

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...