Ég lenti næstum því í pólitískri þrætu í dag. Meira í gamni en alvöru samt. Reyndar reyndi annar viðmælandinn að myrða mig fljótlega eftir deiluna en ég hef ákveðið að líta á það sem ,,óhapp”.
Það sem fékk mig til hugsa var hins vegar þessi sígilda röksemdafærsla að af því að ég er vinstrisinni þá á ég að taka þátt í því að koma ,,höfuðandstæðingnum” frá völdum. Og af því að Vinstri-Grænir munu ekki (þótt það sé nú hvergi meitlað í stein) fá meirihluta þá á ég að kjósa Samfylkinguna. Þennan málflutning hef ég aldrei skilið. Ég styð Vinstri-Græna. Þeir standa næst mínum skoðunum. Þegar ég kýs þá hlýt ég að fara eftir minni skoðun. Ég hlýt að kjósa það sem ég vil og það sem ég trúi á. Ef ég hugsaði: ;Það væri auðvitað langbest að Vinstri-Grænir færu í stjórn en af því að það er útilokað þá er af tvennu illu skárra að það sé Samfylkingin en Sjálfstæðisflokkurinn. ” þá er ég ekki að fara eftir raunverulegri sannfæringu minni. Þar fyrir utan er auðvitað útilokað að VG fái meirihluta ef allir hugsa svona. Ef það er aðalatriðið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum af hverju geta vinstrimenn þá ekki sameinast um að kjósa VG fyrst það skiptir ekki máli hvaða vinstriflokkur það er? En það dettur Samfylkingarfólki aldrei í hug. Auk þess þá er margt í stefnu Samfylkingarinnar sem ég get ekki sætt mig við. Össur bryddaði upp á einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu og Ingibjörg er Evrópusinni. Þetta get ég ekki skrifað undir. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild að EB svo fyrir mig er íhaldið af tvennu illu skárra.
Mér finnst í rauninni svona spekúlasjónir engu máli skipta. Ef ég er farin að kjósa eftir einhverju öðru en eigin sannfæringu þá get ég bara sleppt því að kjósa.

Ummæli

  1. VG gæti líkaa farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þeir eiga alla vega Evrópumálin sameiginleg. En VG mun sennilega aldrei fella íhaldið úr meirihluta. Ég er sammála mörgu hjá VG, en myndi samt aldrei kjósa flokkinn.

    SvaraEyða
  2. Það er líka allt í lagi að fólk kjósi ekki VG af því það sé ósammála flokknum en ekki af því að hann „muni sennilega aldrei fella íhaldið úr meirihluta“ — það er bara framtíðarspá sem grundvallast í besta falli á óljósri tilfinningu.

    SvaraEyða
  3. Lang best væri að sjálfstæðisflokkurinn og VG færi í stjórn saman.

    Kjósa VG til þess að styrkja hann.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir