Hefnd Tollmiðlunar
Ég hef nefnt það áður að ég var að bíða eftir pakka frá Amazon. Eftir tímafrekt ferðalag til landsins þá stoppaði hann í Tollmiðlun í lengri tíma og endaði með því að ég sendi pirraðan póst þangað. Vissi svo sem að þjónustan yrði ekki fullkomin eftir það. Um daginn var ég að taka til og fann þá umslagið með póstinum með beiðninni um að opna pakkann og leita að vörureikningi. Hvað finn ég ekki umslaginu annað en tvö eintök af vörureikningi! Það er ekki skrítið að þau hafi ekki fundið hann, búin að senda mér hann. Ég ákvað að telja upp í 10... hundruð milljónir og hafa ekki samband í von um að pakkinn kæmi á þessu ári. Svo líður og bíður og ég bíð eftir að fá tilkynningu um pakkann sem aldrei kemur. Ég hringi á Póstinn í dag og spyr eftir pakkanum. ,,Hann er skráður á pósthúsið á Húsavík þann 1. ellefta." Já, sniðugt. Ég hringi á pósthúsið á Húsavík og spyr eftir pakkanum. ,,Nei, enginn pakki á Ástu Svavarsdóttur en hins vegar er pakki frá Amazon á óþekktan viðtakanda í Hafralækjarskóla. Sendillinn fór með pakkan í skólann um daginn og þar var enginn sem vildi borga fyrir hann." Undarlegt alveg að vilja ekki borga fyrir ópantaðan og óþekktan pakka. ,,Og þar sem það er ekkert nafn á honum þá er hann bara hér." Ég finn vörunúmerið og þetta er minn pakki svo ég mæti á svæðið. Tilkynningin frá Tollmiðlun, sem sendi mér bréf, hringdi í mig og skrifaðist tvisvar á við mig í tölvupósti, er límd neðan á pakkann og þar stendur klárlega að viðtakandi sé óþekktur. Oh, thank you darling. Að vísu hvolfdist pakkinn við þegar afgreiðslukonan lagði hann frá sér og hvað blasti þá við þar? Jú, jú, nafnið mitt skýrum stöfum.
Ég held að starfsmenn pósthússins á Húsavík séu komnir með nýja skilgreiningu á óánægðum viðskiptavini.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli