miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ég veit ekki hvort þetta sé sami textinn en fyrir nokkrum árum horfði maður í augun á mér og sagði: Alltaf þegar ég horfi í augun á Ástu þá dettur mér í hug textinn Ég vil (sic) finna kærustu... Þetta og margt, margt fleira varð til þess að ég hélt að maðurinn væri að stíga í vænginn við mig. Seinna kom reyndar upp úr dúrnum að þetta var bara einn stór djóker. Verra var að mér fannst hann ekkert fyndinn.
Nýja lagið með Hjálmum fer sem sagt í taugarnar á mér.

3 ummæli:

  1. Ég man hins vegar eftir textanum úr bernsku minni, úr þeirri ágætu bók Bör Börsson (sennilega fyrra bindinu), sem ég las margoft. Mig minnir að gamli sýslumaðurinn í norsku sveitinni hafi sungið þetta lag rallhálfur.

    SvaraEyða
  2. Þetta er sem sagt gamall texti sem Hjálmar eru að syngja. Þá er þetta væntanlega sami textinn.

    SvaraEyða
  3. Ja, í gömlu útgáfunni byrjar textinn: "Ég ætla að fá mér kærustu sem allra allra fyrst" ... þetta "vil"-dæmi er bara villa.

    SvaraEyða