fimmtudagur, desember 08, 2005

Einhven tíma datt einhverjum ál í hug. Á síðastliðnum árum hefur engum dottið neitt nýtt í hug. Það hlýtur að vera til eitthvað annað en ál og fleiri möguleikar en stóriðja.
Auðvitað þurfa Íslendingar að lifa. Til þess þurfum við að starfa. Það er mjög gott að geta framleitt og selt öðrum þjóðum. Aðallega hefur það verið fiskur. Við eigum raforku líka. Þannig að við byggjum virkjanir og seljum raforkuna einhverjum sem framleiðir eitthvað. Hljómar vel. En ég sé ekki betur en það sé erlent fyrirtæki að reisa virkjunina, erlendir menn að vinna við hana, erlent fyrirtæki sem ætlar að kaupa raforkuna. Á útsöluprís væntanlega, það er vaninn. Kannski er ég bara svona ógeðslega vitlaus en hvað eru Íslendingar að græða á þessu nákvæmlega? Vinnan við virkjunina er tímabundin. Það er eflaust hægt að fá vinnu í álverinu en gróðinn af fyrirtækinu fer úr landi. Ef markaðsverð á áli fellur þá verður verksmiðjunni lokað. Hvað höfum við þá annað en ónýtt land og mengun? Getum ekki einu sinni hrósað okkur af hreinu landi og ómenguðum fiski. Það hljóta að vera aðrir möguleikar í stöðunni.

2 ummæli:

  1. Fiskur í álpappír? :)

    Annars virðist álverið fyrir austan hafa í för með sér fjölgun annarra starfa.

    SvaraEyða