þriðjudagur, desember 06, 2005

Tóku ekki örugglega allir eftir sætu kláru skeleggu stelpunni í Kastljósinu í kvöld? Ha?! Ha?! Frænka mín, sko.

4 ummæli:

 1. Jú, þetta var sko flott stelpa!

  SvaraEyða
 2. ég sá það, en ég verð að segja að það þurfi ekkert að gera svona mikið mál úr einhverju svona.. allavega stökk ég ekki upp á nef mér þegar ég fékk sendan brúnkuklút í pósti..... þetta er baaara góðlátlegt grín;)

  SvaraEyða
 3. Já, já, það vita allir að þetta á að vera grín. En hversu fyndið er þetta raunverulega í jafnútlitssjúkum heimi og við búum í?

  SvaraEyða
 4. Mér finnst bara sumir taka hlutina allt of alvarlega.. en hún frænka þín kom samt mjög vel að orði til að koma sínum skoðunum á framfæri. Mér finnst alveg frábært þegar ég heyri í ungu fólki sem talar fallega og góða íslensku og að ungt fólk skuli hafa skoðanir á hlutunum, og standa á þeim. Þó er ég ósammála þessu með klútana, ég veit að heimurinn sem við búum í er útlissjúkur og haldinn óendanlegri útlits- og æskudýrkun. EN ef fólk vill ekki nota brúnkuklúta þá eiga flestir ruslatunnur sem mega alveg hirða það sem fólki líkar ekki við.
  Staðalímynd hinnar fullkomnu manneskju er að vera öfga grönn og mjög brún og með fullkomið bros og þeir sem fylgja þessari fullkomnu staðalímynd hafa eflaust tekið þessu fegins hendi. Aðrir mega bara láta þetta framhjá sér fara og brosa ánægðir út í heiminn, nákvæmlega eins og þeir vilja vera - brúnir eða ekki. Og ég held að fólk taki það ekkert ofsalega nærri sér ef það fær eitt stykki brúnkuklút sendan, sem by the way allt ungt fólk í viðskiptum við Íslandsbanka fá. Þannig að þessu er ekkert beint að einhverjum einum. En það er mín skoðun (og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar).......

  SvaraEyða