Fór á aðventustund í Neskirkju Aðaldælinga. Það var afskaplega ljúf og góð stund. Barnakórinn og krakkarnir sáu um tónlistina. Kirkjukórinn í þessari kirkju er of lítill til að geta haldið uppi almennilegum söng svo við dreifðum okkur um kirkjunni og tókum þátt í almennum söng í staðinn. Hugmyndin sú að fleiri tækju undir fyrst einhverjir væru að syngja. Þingeyingar eru miklir söngmenn svo það vantaði ekki. Sá loksins einn einhleypan sem mikið hefur verið talað um en lýst ekki á hann.
Hjón í kórnum eru búin að fletta mér upp í Íslendingabók og komast að því að ég er náskyld flestöllum Aðaldælingum. Hraunkotsættin sko. Og Búkk. Veit ekki hvernig það er skrifað (Buch?) en borið svona fram.
Hér er 30 sentímetra jafnfallinn snjór svo það er verið að skafa planið núna. Mér skilst að maðurinn sé ógiftur og hef verið að hlaupa á milli glugga til að skoða hann. Tekst ekki, það er svo dimmt í stjórnklefanum. Maður þarf náttúrulega að skoða úrvalið þótt hugurinn sé farinn að leita í ákveðna átt. Ég er samt ekki nógu huguð til að fara út með kaffi til hans.
sunnudagur, desember 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli