mánudagur, desember 05, 2005
Leiguhúsnæði vort er illa vindþétt og hátt til lofts. Eins og allir vita þá leitar hiti upp svo það er frekar kalt alltaf í íbúðinni. Þess vegna kyndi ég talsvert mikið. Í morgun brá svo skemmtilega við að allir ofnar heimilisins voru kaldir. Ég var vissulega sannfærð um að þetta væri samsæri sem beint væri prívat og persónulega gagnvart mér. Þegar ég kom á meðferðarheimilið var hins vegar verið að snúa þeim nemendum við sem áttu að fara í skólann því dælan sem dælir heita vatninu var biluð svo kalt var í öllu húsnæði á skólalóðinni. Hins vegar var hlýtt á meðferðarheimilinu svo ég var eini kennarinn sem kenndi í dag. Ég fór auðvitað engum hamförum í kennslunni, frekar fúl yfir þessu ef eitthvað var. Svo við fórum bara út í snjókast og ég var kaffærð og svona. Það var ekki hægt að búa til snjókall. Núna er hins vegar búið að laga dæluna og hlýtt heima við. Ég slapp við tímana eftir hádegi:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Frí eftir hádegi er nú ágætt
SvaraEyðaJájá, enda er ég ekkert að kvarta... mikið. Bara aðeins. Hefði alveg verið til í að fá starfsdag og undirbúa. Ég fór auðvitað ekki heim um hádegi, losnaði bara við kennsluna.
SvaraEyða