Ég var ægilega ánægð með kökuna mína. Þangað til ég setti hana við hliðina á hinum. Guð minn góður, konurnar hérna. Ekki málið að vippa fram nokkrum listaverkum. Jæja, krökkunum fannst kakan mín góð. Svo fékk ég afganginn með mér heim. Alltaf gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að grennast.
Aðventustundin gekk mjög vel. Kórinn stóð sig með sóma. Það var upphitun fyrst sem mér tókst að steingleyma ít af áhyggjum af kökunni. En það var allt í lagi. Fyrst var almennur söngur svo ég hitnaði í honum. Söfnuðirinn klappaði fyrir fyrsta flutningi og þá sagði presturinn að það væri ekki til siðs að klappa í kirkjum. Það var tvítug stúlka úr sveitinni sem söng einsöng með okkur og síðast sungum við Ó, helga nótt. Ég hafði nú alveg fengið gæsahúð á æfingunni, lagið er alveg gullfallegt og hún söng svo vel stelpan. Hún gerði það líka í gær og af því að ekki mátti klappa þá stóð fólkið upp fyrir henni. Það var flott.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir