Færslur

Sýnir færslur frá 2010

Stuðningsyfirlýsing.

Ég hef stutt Vinstri hreyfinguna grænt framboð frá upphafi. Ég hef tekið nokkuð virkan þátt í starfi flokksins síðastliðin 5-6 ár. Mér hefur alltaf líkað vel sú opna umræða sem átt hefur sér stað innan flokksins og að fólk geti og megi hafa skiptar skoðanir. Þar sem ég bý í Norð-austurkjördæmi hef ég setið þó nokkra fundi með formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni og hefur mér fundist hann frekar styðja opin skoðanaskipti en hitt. Ég er eindreginn andstæðingur Evrópusambandsaðildar og því þótti mér mjög erfitt að taka því að VG samþykkti aðildaumsókn sumarið 2009. Held ég að öllum sé ljóst að Samfylkingin sneri mjög harkalega upp á handlegg VG í því máli. Seinna meir á kjördæmisráðsfundi þar sem málið var rætt sagði Björn Valur Gíslason að engin ríkisstjórn hefði verið mynduð sumarið 2009 sem hefði ekki haft Evrópusambandsaðildarumsókn á stefnuskránni. Þetta held ég að sé alveg rétt. Stjórnarandstæðingar geta sagt allt sem þeir vilja. Borgarahreyfingin hafði aðild á sinni s

Að axla ábyrgð

Fyrir tveimur árum síðan hrundi fjármálakerfið á Íslandi og allt fór í hönk. Við vitum, nokkurn veginn, hverjir bera ábyrgð á þessu en það er afar erfitt að koma lögum yfir þessa einstaklinga. Aðallega vegna þess að lögin eru ekki til staðar. Eins siðlausar og gjörðir þessa fólks voru eru þær ekki ólöglegar. Svo þjóðin, Rannsóknarnefnd Alþingis og nú Þingmannanefndin hafa reynt að fá fólk til að axla ábyrgð. Viðbrögð þessa fólks eru öll á sömu leið: Ekki benda á mig. Auðmennirnir og bankamennirnir gerðu ekkert rangt. Tólfmenningarnir í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar gerðu ekkert rangt og nú segjast ráðherrarnir ekkert rangt hafa gert. Og við, þjóðin, erum yfir okkur hneyksluð. Þjóð sem hoppaði upp í bílana sína til að sjá bangsa þegar ísbjörn gekk hér á land. Þjóð sem arkaði upp að eldstöðvum þegar það byrjaði að gjósa. Þjóð sem er byrjuð að lögsækja náunga sína hægri vinstri. ,,Hefur þú orðið fyrir tjóni?” Þjóð sem neitar að standa við skuldbindingar sínar. Það bera nefnilega all

Og hvað nú ef...

Munið þið eftir þessu ? Þetta er stúlkan sem er forsprakkinn í þessu .