Færslur

Sýnir færslur frá mars 26, 2017

Jafnrétti er byggðamál

Mynd
Þann 17. nóv. 2016 var haldinn 52. fundur í Félags- og menningarmálanefd Þingeyjarsveitar. Á þeim fundi var fjallað um jafnréttismál i sveitarfélaginu og eftirfarandi fært til bókar: 5.  Jafnréttismál . Umræður um jafnréttismál í sveitarfélaginu og hvernig best sé að auka umræðu og fræðslu. Nefndin beinir því til fræðslunefndar að fengnir verði utanaðkomandi fyrirlesarar til að auka við jafnréttisfræðslu í skólum sveitarfélagsins og tekið verði tillit til þess í fjarhagsáætlanagerð fyrir næsta ár. 1.des samþykkti sveitarstjórn fundargerðina og vísaði til fjárhagsáætlunar. 5. des var haldinn fundur í Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar í Stórutjarnaskóla og segir í fundargerð : 6. Jafnréttisfræðsla í skólum sveitarfélagsins Margrét sagði frá því að gert sé ráð fyrir peningum í fjárhagsáætlun Félags- og menningarmálanefndar fyrir árið 2017 til jafnréttis-/kynjafræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Fræðslunefnd hvetur skólastjóra til að nýta sér þetta. Þetta er bæði þarft