Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 30, 2014

Ákvörðunin

Mynd
Jæja, þá liggur loksins fyrir ákvörðun um sameiningu starfsstöðva Þingeyjarskóla. Fagna því allir góðir menn.  Auðvitað eru sumir ánægðari en aðrir. Það lá alltaf ljóst fyrir. Mér finnst ákvörðunin rökrétt og fagna bréfi meirihlutans sem ég hef vistað á öruggum stað því þegar kemur að sameiningu Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla þá eiga öll þessi rök betur við Stórutjarnaskóla. Fagnar því enginn nema vond kona úti í sveit. Að öllu gamni slepptu þá hentar Hafralækjarskóli betur því þótt viðhaldskostnaðurinn sé meiri en viðbygging við Litlulaugaskóla þá eru a) viðbyggingar alltaf leiðinlegar og óhentugar, b) það þarf hvort sem er að fara í þetta viðhald á Hafralækjarskóla. Undan því verður ekki komist nema með sölu. Eða jarðýtu og varla viljum við það. Ég er ekki heldur jafn sannfærð um þetta gríðarlega mikilvægi Lauga . Ég hef rætt það áður og læt nægja að vísa til þess . Hins vegar er ég algjörlega sammála því að Framhaldsskólinn sé mikilvægur sveitarfélaginu og mjög mikil

Allt leyfilegt í ást og stríði

Það er mjög vont að búa við óvissu. Það er mjög vont að missa vinnuna sína. Ég veit það, ég hef reynt það á eigin skinni. Það er líka mjög vont þegar óvissuástandið fær að krauma og malla árum saman. Svona eins og grautur sem er búið að sjóða en stendur síðan á heitri hellunni. Hann verður þykkur, hann verður vondur og brennur á endanum við. Svona ástand er búið að vara í Þingeyjarsveit árum saman. Skólasameining hefur legið í loftinu, það verður sameinað en hversu margir skólar, hvernig,  það kemur ljós ... einhvern tíma seinna... seinna... seinna. Á meðan varir óvissan og nagar. Á þessu ástandi ber enginn ábyrgð nema sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Það er sveitarstjórnin sem hefur tafsað, hikstað og dregið lappirnar. Af því hún stendur virkilega í þeirri meiningu að það sé hægt að þóknast öllum. Það er ekki hægt. Hefur aldrei verið. Verður aldrei. Ég skil mjög vel að því fólki sem þarf að búa við þessa óvissu líði illa. Ég skil líka að það vilji gera allt sem í sínu valdi stendu

Drama, maður, drama

Mynd
Dregur nú til tíðinda, boðaður aukafundur í sveitarstjórn þar sem ekkert er á dagskrá annað en ákvörðun um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Íbúar ætla að fjölmenna. Dálítið leikræn tilþrif, svona... Skömminni skárra samt en lauma því undir liðinn Fundargerð fræðslunefndar eins og þau gerðu með upphaflegu sameininguna. Bara svona af því að mér er svo mikið í mun að hlutirnir fari rétt og propper fram þá langar mig að minna á 20. grein sveitarstjórnarlaga en þar segir m.a.: Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd sveitarfélags. Það er alveg á tæru að einn fulltrúi er vanhæfur og ég tel fyllstu ástæðu til að ætla að tveir aðrir séu það líka. Ég hef skrifað um þetta áður, sjá

Öll fallegu orðin

Mynd
Íbúalýðræði er falleg hugmynd. Sérstaklega í kosningabaráttu. Það er mjög smart að hafa íbúalýðræði í loforðaplagginu sínu.   Það er líka mjög smart að tala um að hafa lýðræði að leiðarljósi í störfum sínum. Hins vegar er svo auðvelt að gleyma fögru fyrirheitunum sínum. Eða túlka þau upp á nýtt. Eða skipta um skoðun... Samstaða, blessunin, lofaði auknu íbúalýðræði í kosningaplagginu sínu. Íbúalýðræðið var að vísu íbúamismunun sem stóðst ekki lög svo það var breytt í skoðanakönnun sem stenst væntanlega ekki heldur skoðun nenni einhver að leggja sig eftir því. Reyndar hafa fulltrúar, sveitarstjóri sem á að heita ópólitískur (en á samt umboð sitt algjörlega undir velþóknun meirihlutans) og oddviti skrifað opin bréf til íbúa. Bréfin hafa verið birt á heimasíðu Þingeyjarsveitar og í Hlaupastelpunni en ég hjó eftir því að ritstjóri 641.is en það er mest lesni staðarmiðillinn virðist hafa þurft að taka bréfin upp sjálfur til birtingar. Hlaupastelpan er alveg jafn mikið einkaframt