Jæja, þá liggur loksins fyrir ákvörðun um sameiningu starfsstöðva Þingeyjarskóla. Fagna því allir góðir menn. Auðvitað eru sumir ánægðari en aðrir. Það lá alltaf ljóst fyrir. Mér finnst ákvörðunin rökrétt og fagna bréfi meirihlutans sem ég hef vistað á öruggum stað því þegar kemur að sameiningu Þingeyjarskóla og Stórutjarnaskóla þá eiga öll þessi rök betur við Stórutjarnaskóla. Fagnar því enginn nema vond kona úti í sveit. Að öllu gamni slepptu þá hentar Hafralækjarskóli betur því þótt viðhaldskostnaðurinn sé meiri en viðbygging við Litlulaugaskóla þá eru a) viðbyggingar alltaf leiðinlegar og óhentugar, b) það þarf hvort sem er að fara í þetta viðhald á Hafralækjarskóla. Undan því verður ekki komist nema með sölu. Eða jarðýtu og varla viljum við það. Ég er ekki heldur jafn sannfærð um þetta gríðarlega mikilvægi Lauga . Ég hef rætt það áður og læt nægja að vísa til þess . Hins vegar er ég algjörlega sammála því að Framhaldsskólinn sé mikilvægur sveitarfélaginu og mjög mikil
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.