Færslur

Sýnir færslur frá maí 18, 2014

Hvað er blogg?

Mynd
Ég hef bloggað, mismikið, frá 2002. Ég tók ekki þátt í fyrstu bylgjunni en fljótlega eftir það. Á sínum tíma þótti þetta fyrirbæri, blogg, mjög skrítið, jafnvel hættulegt. Allir gátu bloggað, allir gátu tjáð sig um allt og alla. Rétt er að taka fram að blogg er myndað af orðinu web-log. Fyrst í stað voru þetta einhvers konar dagbækur, kannski ekki ósvipað og facebook er í dag. Pólitískt þenkjandi fólk byrjaði fljótlega að tjá sig um skoðanir sínar og halda sínum málstað fram. Mjög fljótlega fóru bloggarar að setja sér ákveðnar siðareglur. Aðallega fólst í þeim að ekki mátti nafngreina fólk. Það að fólk væri kannski persónugreinanlegt ákveðnum hóp þótti í lagi. Ég hef reynt að halda mig við þá reglu. Tjáningarfrelsið þykir þó mikilvægast. Enn þann dag í dag eru margir sem skilja ekki fyrirbærið blogg.  Þótt blogg sé vissulega opinbert og flest öllum opið (sumum bloggum er hægt að aðgangsstýra) þá gilda ekki um það sömu reglur og um t.d. fréttasíður. Þetta er allt annar handleggur

Pælingar um pælingar

Mynd
Undanfarið hefur Aðalsteinn Már Þorsteinsson sett fram alls konar pælingar á fréttasíðunni 641.is . Þetta eru skemmtilegar pælingar og gaman að lesa og sjá hvað sveitungar mínir eru að spá og spekúlera. Finnst mér fólk gera of lítið af því hér í sveitarfélaginu að taka þátt í opnum umræðum. Síðasti pistill Aðalsteins hefur setið í mér og kemur tvennt til:  Annars vegar lýsir hann reynslu okkar aðkomufólks á mjög lýsandi en reiðilausan og kurteisan hátt. Þetta þykir mér aðdáunarvert jafnaðargeð í erfiðum aðstæðum.   Hins vegar veit ég ekki hvað mér þykir um seinni hlutann. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að einn daginn hætti ég að skilja heiminn. Fyrir um sex árum síðan hélt ég að sá dagur væri upprunninn, heldur snemma þó. Þá sat jakkafataklæddur maður í sjónvarpssal og útskýrði fyrir þjóðinni að tímarnir væru breyttir, fólk gæti lifað á því einu að þjónusta hvert annað. Þetta þótti mér óskiljanlegt, ég hef nefnilega alltaf staðið í þeirri meiningu að e.k.