Hvað er blogg?

Ég hef bloggað, mismikið, frá 2002. Ég tók ekki þátt í fyrstu bylgjunni en fljótlega eftir það. Á sínum tíma þótti þetta fyrirbæri, blogg, mjög skrítið, jafnvel hættulegt. Allir gátu bloggað, allir gátu tjáð sig um allt og alla. Rétt er að taka fram að blogg er myndað af orðinu web-log. Fyrst í stað voru þetta einhvers konar dagbækur, kannski ekki ósvipað og facebook er í dag. Pólitískt þenkjandi fólk byrjaði fljótlega að tjá sig um skoðanir sínar og halda sínum málstað fram. Mjög fljótlega fóru bloggarar að setja sér ákveðnar siðareglur. Aðallega fólst í þeim að ekki mátti nafngreina fólk. Það að fólk væri kannski persónugreinanlegt ákveðnum hóp þótti í lagi. Ég hef reynt að halda mig við þá reglu. Tjáningarfrelsið þykir þó mikilvægast. Enn þann dag í dag eru margir sem skilja ekki fyrirbærið blogg. Þótt blogg sé vissulega opinbert og flest öllum opið (sumum bloggum er hægt að aðgangsstýra) þá gilda ekki um það sömu reglur og um t.d. fréttasíður. Þetta er allt annar handleggur