Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 3, 2002
Það er eitthvað skelfilegt í gangi, börnin eru bara í því að vera stillt og prúð. Þau læra meira að segja! Fór með tvo bekki í tölvuverið í dag til að skoða námsefni á vefnum. Það gekk nokkuð vel þótt sumir hafi haldið að þau ættu bara að leika sér á netinu. (Hinir kennararnir leyfa okkur það aalltaaaf... Yeah, right.) Vinkona mín kíkti í heimsókn í gær og var að segja mér frá Eflingarlaununum. Ég þekki þau reyndar mjög vel og það er skemmst frá því að segja að þau eru til háborinnar skammar. Ég held að þetta lið ætti að hætta að dáðst að nýju höllinni sinni og reyna að gera eitthvað fyrir félagsmenn sína. Það er alla vega lágmark að það skammist til að fá starfslýsingar svo það sé ekki endalaust hægt að bæta vinnu á fólk launauppbótarlaust.
Rembist eins rjúpan við staurinn að koma upp tenglasafni en það er bara alls ekki að ganga eins og sést á þar síðustu færslu. Ossið er óskaplega óánægt með getuleysið. Aha!! Held ég sé búin að fatta dæmið. Það eru svo gamlar og lélegar tölvur í þessum skóla. Ekki svo að skilja að ég sé að dunda mér við þetta í vinnunni, almáttugur nei...
Ég er búin að sjá við þeim. Ritgerðarefnið verður; Samanburður á bók og mynd. Hahahaha. (Ætla rétt að vona að þau uppgötvi ekki bloggið mitt!)
Allt liðið var bara ótrúlega stillt í dag. (Mjög grunsamlegt. Það er eitthvað í gangi!) Nema minn bekkur, ég þurfti að öskra dálítið á hann en svo varð hann stilltur eftir það. Þau eru hreint ekki að ofreyna sig á heimalærdómnum. Ægilega erfitt að lesa eina bók. Mávahlátur er mjög skemmtileg en þau:" ...ætla sko bara að sjá myndina, sko..." Ég hef dálítlar áhyggjur af þessari friðsæld, það er eitthvað ankannalegt við hana...
Ok, ég er að reyna. Reyndi að setja ættmenni á linkalistann. Nema hvað linkalistinn er ekkert að virka. Sjitt (viðurkennt íslenskt orð by the way.)
Ég er með hausverk og hita og get ekki hugsað frumlega hugsun í dag svo ég endurútgef. Þetta þýðir ekki að ég mæti ekki í skólann á mánudaginn krakkar! Ég held að við getum öll verið sammála um að jólin eru sambland hefða í hugum okkar. Hvort sem við lítum á þau sem ljósahátíð í skammdeginu, fögnum fæðingu frelsarans eða sitjum sveitt og reiknum út raðgreiðslurnar þá eigum við vonandi öll eitt sameiginlegt um jólin og það er sameining fjölskyldunnar. Og af því að hefðir eru svo stór hluti jólanna þá eru þær fjölskyldur ákaflega fáar sem hafa ekki sama mat í borðum ár eftir ár. Sami maturinn, sama lyktin, þetta skapar nefnilega sömu stemmninguna, jólastemmninguna. Nú má segja að matur sé bara matur og það sé fleira sem skipti máli í sambandi við jólin. Ekki ætla ég að bera á móti því en í mínum huga er það fjölskyldun sem skiptir máli. Eins og við vitum getur jólamaturinn skapað mikla togstreitu í nýjum samböndum þegar fólk er að skapa sér sína sérstöku jólastemmningu. Foreldrar