Færslur

Sýnir færslur frá maí 11, 2008

Rasisminn

Ég veit ekki hvernig umræðan um rasisma Frjálslynda flokksins hófst í kosningabaráttunni, ég sá t.d. aldrei fræga grein Jóns Magnússonar um málið. Hins vegar fylgdist ég með seinni hluta umræðunnar og það sem sló mig þá var að það mátti alls ekki ræða málið. Ef einhver impraði á því þá var hann umsvifalaust úthrópaður rasisti. Minn eiginn formaður sagði að það yrði: að stíga varlega til jarðar" og hmm og ha það má alls ekki ræða málið. Á meðan eykst kynþáttahatur og andúð þjóðarinnar jafnt og þétt. Og allir eru ofsalega hissa. Samt er hægt að skoða nákvæmlega sama ferlið hjá mörgum þjóðum. Hvað er langt síðan að Tyrkjum var hleypt inn í Þýskaland til að vinna láglaunastörfin og kynþáttahatur spratt upp í kjölfarið? Hvað hafa hinar skandinavísku þjóðirnar ekki verið að upplifa? Um hvað snýst þetta í raun? Það er verið að flytja inn ódýrt vinnuafl til arðræna. Og svo er ódýra vinnuaflið notað sem svipa á íslenska launþega. Það er nákvæmlega það sem þetta gengur út á. En, uss, við s