Færslur

Sýnir færslur frá mars 18, 2018

Sögur og ævintýr

Öll höfum við gaman að góðum sögum og vel þekkt er að góð saga á aldrei að gjalda sannleikans. Góð ævintýri hafa góða hetju, vondan skúrk og nokkra atburði sem árétta góðmennsku hetjunnar og illmennsku skúrksins. Eitt gott ævintýri fjallar um samskipti Litla prinsins og Vondu nornarinnar. Einu sinni var konungsríki í fjöllunum. Þar bjuggu Litli prinsinn og Stóri prinsinn. Vond og lævís norn læsti klónum í Stóra prinsinn og hafði hann algjörlega á valdi sínu. Vonda nornin vildi endilega selja skoðunarferðir um höllina til að fá meira gull. Tókst henni að plata báða prinsana til þess með því að segjast ætla að sjá um mestallt. Í sögunni eru margir atburðir en við skulum skoða tvo. Atburður I. Vonda nornin fór í fýlu og sendi Litla prinsinum uppsagnarbréf þar sem hún hættir að sinna skoðunarferðunum um höllina og Litli prinsinn situr í súpunni með skoðunarferðirnar og þarf að sinna öllu. Atburður II. Nokkru seinna koma gestir í skoðunarferð. Litli prinsinn er ek

Vinfengisógn

Mynd
Af engri sérstakri ástæðu var ég að skoða siðareglur starfgreina sem hafa með fjármuni fólks og fyrirtækja að gera. Í siðareglum endurskoðenda fann ég þessa klausu: Vinfengisógnun - getur skapast þegar endurskoðandi hefur átt í löngu og nánu sambandi við viðskiptavin eða vinnuveitanda. Endurskoðandi hefur því of mikla samúð með hagsmunum hans eða gagnvart viðtöku verkefna frá honum. Vinfengisógnun er skemmtilegt og lýsandi orð og lýsir ákveðinni hættu sem getur skapast þegar tengsl aðila fara út fyrir hið viðskiptalega samband. Mörk vináttunnar og hinna viðskiptalegu tengsla geta orðið ansi óljós.  Í slíkum tilfellum hlýtur viðkomandi að verða að velja annað hvort. Það hlýtur að vera hin siðferðislega rétta afstaða.

Til upplýsingar

Mynd
Þessu var ekki svarað.