Landssamband kúabænda (LK) og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa ákvarðað sameiginlega stefnu um Fyrirmyndarbú LK og SAM. Með þeirri stefnu sem sett er í Fyrirmyndarbúinu og þeim starfsreglum sem því eru sett, vilja kúabændur og mjólkuriðnaðurinn tryggja að íslenskum neytendum standi ávallt til boða íslenskar mjólkurafurðir sem eru traustsins verðar. Þetta er lofsvert framtak á allan hátt. Nema hvað að stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum þann 24. nóv. sl. að verðlauna þau bú sem stæðust kröfur Fyrirmyndarbúsins með 2% hækkun á afurðir. Auðhumla er samvinnufélag bænda svo það fé sem hún úthlutar er úr sameiginlegum sjóð eiganda. En það má alveg leiða að því rök að fjárhagslegur hvati til að gera vel sé sá hvati sem þarf. Markmið fyrirmyndabúsins eru góð og vel úr garði gerð. Hins vegar eru nokkur atriði sem vekja þann grun að verið sé að hygla nýjustu róbótafjósunum á kostnað eldri og minni búa, sérstaklega básafjósa. Nautaeldi er tekið með í úttektinni.