Inngangur. Einu sinni var ungur maður sem hét Tvírekur. Tvírekur var silfursmiður góður sem sérhæfði sig í smíði armbanda. Tvírek langaði til að sjá sig um í heiminum áður en hann festi rætur og fór á flakk. Tvírekur hafði ekki ferðast lengi þegar hann kom í þorpið Nepó. Nepó lifði á námavinnslu. Þorpið átti gull-, silfur- og demantanámur. Flestir þorpsbúa höfðu viðurværi sitt af því að vinna í námunum. Tvírekur ákvað að staldra við og fékk vinnu í silfurnámunni. Svo gerðist það sem einstaka sinnum hendir unga menn, hann varð ástfanginn af stúlku. Tvírekur var alveg sáttur við að setjast að í Nepó því auk námanna voru níu fyrirtæki sem sérhæfðu sig í að vinna demanta, silfur og gull. Þrjár hreinsunarstöðvar sáu um að forvinna demantana, silfrið og gullið. Þá voru sex smiðjur sem sérhæfðu sig í vinnslunni og þar af var eitt, Caterva, sem sérhæfði sig í silfurarmböndum. Tvírekur sá ekki betur en framtíðin væri björt. Vissulega var erfitt að fá vinnu hjá skartgripasmi
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.