Færslur

Sýnir færslur frá september 9, 2012

Íslenskt ævintýr

Mynd
Inngangur. Einu sinni var ungur maður sem hét Tvírekur. Tvírekur var silfursmiður góður sem sérhæfði sig í smíði armbanda. Tvírek langaði til að sjá sig um í heiminum áður en hann festi rætur og fór á flakk. Tvírekur hafði ekki ferðast lengi þegar hann kom í þorpið Nepó. Nepó lifði á námavinnslu. Þorpið átti gull-, silfur- og demantanámur. Flestir þorpsbúa höfðu viðurværi sitt af því að vinna í námunum. Tvírekur ákvað að staldra við og fékk vinnu í silfurnámunni. Svo gerðist það sem einstaka sinnum hendir unga menn, hann varð ástfanginn af stúlku. Tvírekur var alveg sáttur við að setjast að í Nepó því auk námanna voru níu fyrirtæki sem sérhæfðu sig í að vinna demanta, silfur og gull. Þrjár hreinsunarstöðvar sáu um að forvinna demantana, silfrið og gullið. Þá voru sex smiðjur sem sérhæfðu sig í vinnslunni og þar af var eitt, Caterva,   sem sérhæfði sig í silfurarmböndum. Tvírekur sá ekki betur en framtíðin væri björt. Vissulega var erfitt að fá vinnu hjá skartgripasmi

,,Ég get bara ekkert gert fyrir þig."

Mynd
Um daginn dó blandari heimilisins svo ég fór í ónefnda verslun á Húsavík til að kaupa nýjan. Ég hef alltaf (fyrir utan smá vesen með þvottavélina) fengið fyrirtaks þjónustu hjá fyrirtækinu. Þar sem blandarinn er aðallega notaður til að blanda skyrdrykki þá keypti ég lítinn og nettan blandara sem heitir Smoothie to go.  Líða nú nokkrir dagar og ég hæstánægð með nýja blandarann. Í gær gerist það að ég er að skrúfa glasið á en finnst það ekki smella rétt en get ekki skrúfað það lengra og set af stað. Átta mig þá á að eitthvað er ekki í lagi og stoppa strax og skrúfa glasið í sundur. Þá hefur þéttingin í lokinu losnað, hefur farið í hnífinn og er komin í þrjá hluta. Ég hugsa með mér að þetta sé nú ekki mikið mál, hringi í ónefndu búðina og spyr hvort þau geti ekki útvegað mér nýjan hring. Og, nota bene, ég er alveg tilbúin að líta á þetta sem minn klaufaskap og borga fyrir hringinn. Ungi maðurinn sem svarar segist þurfa að hringja í Heimilistæki og athuga með varahluti. Stuttu se