Við búum í samfélagi sem er mikið í því að afhelga og gera grín að embættum, stofnunum og hefðum. Það er svo sem ágætt. Það hefur enginn gott af því að vera hafinn yfir gagnrýni. Það hefði lítil þróun átt sér stað ef enginn hefði mátt gagnrýna. Hins vegar hefur mér alltaf þótt það mikilsverð regla í mannlegum samskiptum að hæðast ekki að því sem fólki er heilagt. Nú er ég ekki endilega að tala um trúarbrögð, það er ýmislegt annað sem fólki getur verið heilagt. Fjölskyldan, skoðanir, minningar svo eitthvað sé nefnt. Þannig að þótt maður sé ekki sammála eða þykir skoðunin jafnvel fáránleg þá hæðist maður ekki að því. Ekki vegna þess að skoðunin sé ekki fáránleg heldur vegna þess að þegar maður hæðist að einhverju sem er fólki heilagt þá er maður að hæðast að fólkinu. Hins vegar er hægt að gagnrýna og ræða hluti án þess að hæðast að þeim. Það er grundvallarmunur á því. Ég skil það mjög vel að múslimum mislíki þessar skopmyndabirtingar enda voru þær algjörlega óþarfar. Ég skil það líka mjö