Færslur

Sýnir færslur frá mars 6, 2005
Það er alveg yyyndislegt... gluggaveður. Fór í bæinn að sækja miðana mína og það var örtröð í bænum. Tók þvílíkt langan tíma að komast inn á Laugaveginn svo ekki sé talað um að komast niður hann líka. Engin stæði neins staðar, náttúrulega svo við lögðum í bílastæðishúsi og þurftum að ganga smá spotta og það var bara ískalt. En alla vega, hvað er fólk að gera svona mikið í bænum í skítakulda? Næ þessu ekki alveg. Er að fara á árshátíð svo ég baðaði mig í tilefni dagsins. Byrjaði á því að skvetta sjampói í augað á mér og svo þegar ég var að skola augað eftir baðið þá dúndraði ég hausnum í kranann. Ég verð sem sagt rauðeygð með kúlu á enninu á árshátíðinni í kvöld. Júbbí-jei.
Fyrir 8 árum þegar ég var að kaupa íbúðina mína þá voru leigjendur í henni sem sýndu hana. Það var nú flestallt ágætt við íbúðina. Nema kannski það að stúlkan hinum megin við vegginn (í hinum stigagangnum) átti karókí-græju og söng talsvert. Þetta var svo sem ekkert ægilega ferlegt en maðurinn vann á næturvöktum og stúlkan hélt fyrir honum vöku dagana sem hann þurfti að sofa. Hún hefur ekki ónáðað mig neitt sérstaklega í gegnum árin en óneitanlega hef ég stundum tjúnað græjurnar mínar á móti henni þegar ég er búin að fá leið á söngnum. Sérstaklega þegar sama lagið er sungið aftur og aftur. Í gær var þessi stúlka kosin Idol-stjarna Íslands. Well, who would have thought.
Helst vil ég eyða helgunum með tærnar upp í loft en það mun ekki gerast þessa helgi. Það er árshátíð hjá vinnunni og ég ætlaði að vera the usual social shit að skrópa en þá komu stuðboltar vinnustaðarins til mín og spurðu hvort ég vildi vera memm í skemmtiatriði. Ég samþykkti það. Finnst svo gaman að flagga þessum litla hæfileika sem ég hef. Svo nú er ég að fara á djammið um helgina. Og á tónleika á sunnudaginn. Jájá, ætla að skella mér. Það er svo mikið að gera að ég bara kemst ekki á þriðja deitið fyrr en í næstu viku.
Oj bara, hvað ég hlakka til að losna við þessa kvöldvinnu á fimmtudögum. Að öðru leyti hef ég bara ekkert að segja.
Funeral blues by W. H. Auden Vintage I Stop all the clocks, cut off the telephone, Prevent the dog from barking with a juicy bone, Silence the pianos and with muffled drum Bring out the coffin, let the mourners come. Let aeroplanes circle moaning overhead Scribbling on the sky the message He Is Dead, Put crêpe bows round the white necks of the public doves, Let the traffic policemen wear black cotton gloves. He was my North, my South, my East and West, My working week and my Sunday rest, My noon, my midnight, my talk, my song; I thought that love would last for ever: I was wrong. The stars are not wanted now: put out every one; Pack up the moon and dismantle the sun; Pour away the ocean and sweep up the wood. For nothing now can ever come to any good. Mér fannst þetta ljóð alveg rosalega flott í Four Weddings and a Funeral . Sniðugt þetta net, maður finnur allt á því.
Já auðvitað. Auðvitað neitar Blogger að publisha og publishar svo í þríriti. Það segir sig alveg sjálft. Er alveg innilega sammála Hnakkusi að þetta Fischer mál er hið fáránlegasta. Finnst persónulega að það ætti að sinna veika fólkinu okkar betur en flytja inn fræga sjúklinga. Alltaf að byrja heima hjá sér.
Búin að vera með nokkur smáverkefni varðandi húsfélagið hangandi yfir hausnum á mér í talsverðan tíma en hef bara ekki nennt að sinna þeim. Hugsa stundum til þeirra og hef látið þau íþyngja mér aðeins en sinna þeim? Nei... En núna bankaði nágrannakona mín upp á út af öðru máli en þó tengdu svo ég ákvað bara að klára þetta. Tók innan við hálftíma. Búin að humma þetta fram af mér mánuðum saman. Why does one do that? Nú á ég ekkert eftir nema bletta kjallaragólfið og þá erum við bara í góðum málum.
Um daginn voru baðkúlur á útsölu í 10-11. Af því að ég er svo kven- og dömuleg með afbrigðum þá greip ég eina og ákvað að prófa þetta. Við heimkomu var rennt í bað og kúlunni grýtt út í. Hún sökk til botns og frussaðist svo í sundur. Svo lá ég í bláu baðvatni með fljótandi rósarblöðum. Nú. Skinnið varð hvorki mjúkt né unaðslegt við þetta og ekki lagði af mér dásemdarilminn langar leiðir heldur. Hins vegar var ég að tína dauð rósablöð úr hárinu á mér lengi á eftir. Ég er ekki alveg að fatta tilganginn með baðkúlum.
Það kom upp umræða um feminisma á vinnustað vorum í dag. Þar sem ég er yfirlýstur feminismi þá voru karlarnir að sjálfsögðu að reyna að velgja mér undir uggum. Samstarfskona mín ein tók fullan þátt í þessu og spurði þá hvað þeir legðu fram til húsverka á sínum heimilum. Spannst þá mikil umræða um alla þessa miklu vinnu sem fylgir bíl heimilisins. A-ha. Í tilefni þess þá ákvað ég að þrífa bílinn þar sem hann var orðinn vel skítugur og ekkert karlmenni til staðar á mínu heimili til að sjá um þetta mikla verk. Ég rúllaði auðvitað sem leiðlá í Þvott og bón í Borgartúninu. Þar var heillöng biðröð. Og þetta er btw. í annað skipti serm ég reyni að fara þangað en sný frá vegna alltof langrar raðar. Það er se sagt svona sem karlmennin sinna sínum hluta heimilisstarfanna. Svo ég sá þann kost vænstan í stöðunni að rúlla á bensínstöð, kaupa tjöruhreinsi og fara svo á þvottaplanið. Ég segi ekki að bíllinn sé alveg spic and span en hef fulla trú á því að æfingin skapi meistarann. Nú, eða reyni að ná
Mynd
Fyrst ég fór að segja frá honum pabba mínum þá langar mig að segja eins sögu til sem snýr kannski meira að afa og ömmu. Afi og amma fluttu fyrst til Akureyrar þar sem afi vann hjá sýslumanni. En svo fékk afi útibússtjórastöðu á Siglufirði svo fjölskyldan flutti þangað. Þeir bræður voru ungir menn þegar síldarævintýrið var í algleymi og tóku þátt í því. Hér er mynd af pabba á planinu. (Mér er alveg sama hvað OV segir, þetta er hann!) Ég skannaði þessa mynd eitthvað illa inn svo ef einhver hefur áhuga þá er hún í betri gæðum hér. . Pabbi talaði oft um síldarárin og sagði okkur með annars það að þegar þeir fóru á morgnana þá beið eftir hvorum sex samlokur og tveir Camel pakkar. Og þegar þeir komu heim á kvöldin þá beið eftir þeim sitthvort mjólkurglasið og konfektmolinn.