Færslur

Sýnir færslur frá desember 11, 2005
Nemendur mínir tjá mér að skammstöfunin NFS standi fyrir tölvuleikinn Need for Speed . Ætli að fréttastofan sé líka að meina það?
Jólahreingerningin. Sei, sei, já.
Mynd
Ég hlakka til jólafrísins!
Það er mjög erfitt að vera í fýlu. Ég er í fýlu núna. Það var misskilningur í gangi sem varð þess valdandi að mér fannst ómaklega að mér vegið. Ég vil gjarnan sættast en það verður að vera á þeim forsendum að öllum sé ljóst að ég hafði rétt fyrir mér. Mig grunar hins vegar að það verði þrautin þyngri.
Í sérkennslunni legg ég fyrir alls konar próf. En þegar það kemur að almennri bekkjarkennslu stend ég staðfastlega í þeirri meiningu að ég eigi ekki að semja fleiri en eitt. Af því að ég fæ ekki borgað fyrir fleiri. Ég stend í þessari meiningu af því að mér var sagt þetta af mér reyndara fólki. Veit einhver kennaramenntaður hvort þetta sé rangt?
Mér fannst þessi jólasveinaauglýsing frekar sniðug. En það er svo sem alveg rétt að það er óþarfi að klámvæða allt. PS: Ég finn ekki auglýsinguna á netinu svo ég get ekki látið hana fylgja með.
A-ha, stóra systir hringdi og ég hef greinilega verið komin í mikla talþörf því ég talaði og talaði og talaði. Mér líður miklu betur:)
Mynd
Ég er á algjörum bömmer. Ég lá andvaka í nótt yfir því að ég hefði ekki kennt börnunum neitt á önninni. Það er annað hvort það eða jólablúsinn er að skella á mér eða ég er að fá skammdegisþunglyndi. Nema allt sé.
Kitlið. 7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey. 1.Skoða Sixtínsku kapelluna aftur. 2.Fara aftur og aftur í Louvre. 3.Heimsækja Graceland. 4.Ferðast meira greinilega. 5.Elska einhvern af öllu hjarta. 6.Skrifa bók. 7.Vera hamingjusöm. 7 hlutir sem ég get. 1. Rímað. 2. Miðlað málum. 3. Næstum sungið. 4. Kennt. 5. Látið eins og fífl. 6. Hlegið að sjálfri mér. 7. Slakað á. 7 hlutir sem ég get ekki. 1. Hoppað í snú-snú. 2. Klifrað hátt upp. 3. Hlaupið að einhverju ráði. 4. Saumað. 5. Prjónað. 6. Hafa auga fyrir smáatriðum. 7. Þolað mikla heimsku. 7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið. 1. Blíða. 2. Heiðarleiki. 3. Húmor.. 4. Vit. 5. Dugnaður. 6. Staðfesta. 7. Karlmennska. 7 frægir karlmenn sem heilla mig. 1. Clark Gable. 2. Gregory Peck. 3. Charles Chaplin. 4. Elvis Presley. 5. George Michael. 6. Tommy Lee Jones. 7. William Shakespeare. 7 orð eða setningar sem ég segi oftast. 1. Krakkar! 2. Hljóð! 3. Skilurðu? 4. Einmitt. 5. Jesús! 6. Shit! 7. Síríuslí.
Mynd
Nýja fyrirmyndin.
Mynd
Þessi maður á að skammast sín og segja af sér.