Færslur

Sýnir færslur frá janúar 13, 2008

Læðupúki sléttunnar

Það er undarlegt með okkur. Við eyðum svo miklum tíma í að bíða. Bíða eftir öðrum tíma, þrá annan tíma. Stöndum á stoppistöðinni og bíðum eftir því að lífið taki okkur upp í. Viljum ekki vera, viljum fara. Og þegar við erum farin þá söknum við. Stundum nægja nokkrir tónar til að setja söknuðinn af stað. Það var ’81 eða ’82 að félagsheimilið Læðupúki sléttunnar var stofnað. Við krakkarnir í stigaganginum fengum að yfirtaka hitakompuna í kjallaranum. Þarna átti að fara fram margs konar og mikils háttar starfsemi. Úr henni varð lítið. Við vildum vera fullorðin en vorum það ekki. Það var ekkert flóknara en það. Hins vegar var mikið spjallað og hlustað á plötur. Einn okkar, nafngjafinn, kom með gamla ferðaplötuspilara mömmu sinnar. Bubbi var í Egó, Rokk í Reykjavík í algleymi og við hlustuðum á Bítlana. It’s been a hard day’s night. Hann vildi vera hippi því að pabbi hans og mamma höfðu verið hippar. Eftir á að hyggja fær það varla staðist. Þau voru vart af barnsaldri þegar hann fæddist s