Færslur

Sýnir færslur frá október 13, 2019

Þvinguð nærvera

Mynd
Ég ætla að setja upp fræðilegt dæmi. Vinsamlegast athugið að fólk og atburðir eru tilbúningur. Það búa gömul hjón í blokkaríbúð í Reykjavík. Þau eiga fullorðna dóttur sem var lengi í sambandi með manni sem bjó með henni og börnunum hennar. Þegar á leið kom í ljós að maðurinn átti við erfiðleika að stríða.   Látum nægja að segja að sambúðin var mjög erfið. Hann veittist einnig að hjónunum þegar þau komu að málum en þau lögðu ekki fram kæru frekar en dóttir þeirra. Maðurinn hefur því engan dóm á bakinu. Það var alls konar djöfulgangur sem gekk á sem kom aldrei til kasta dómstóla en gömlu hjónin vita um. Dóttirin og maðurinn hafa slitið samvistir en eiga enn í deilum um eignir, maðurinn er að reyna að eigna sér hlut í íbúð dótturinnar sem hún átti ein. Batnandi manni er best að lifa og eftir því sem gömlu hjónin vita best hefur maðurinn tekið sig á síðastliðin ár í sínu einkalífi. Hann er m.a.s. kominn í vinnu. Hann vinnur hjá einkapóstþjónustu í Reykjavík og kemur reglulega